Frábær árangur Réttarholtsskóla á jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur

Jólaskákmót

Gaman að segja frá því að um helgina tóku tvær skáksveitir frá okkur þátt í jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hélt í samstarfi við Taflfélag Reykjavíkur. Árangurinn var frábær þar sem A sveitin vann mótið og B sveitin var efst meðal B sveita. Virkilega vel gert hjá krökkunum okkar og Gauta Páli sem er með valgreinina í Réttó. Á myndinni má sjá nokkra af skáksnillingum skólans. Til hamingju öll.