Gervigreindarlæsi - fræðsla

Gervigreind

Fræðsla frá SAFT

Fræðsla í boði foreldrafélags Réttarholtsskóla

Þriðjudaginn 9. desember og miðvikudaginn 10. desember fáum við SAFT í heimsókn til okkar með fræðslu um gervigreindarlæsi. Markmið er að efla vitund og skilning nemenda og áhersla lögð á ábyrga og örugga notkun gervigreindar. Meðal annars verður farið í mikilvægi þessa að notkun megi ekki brjóta á réttindum annarra. Nemendur í 8. og 9. bekk fá fræðsluna þessa daga og 10. bekkur strax í byrjun árs.